„Íslensku viðskiptatöframennirnir hafa ekki fundið upp peningaprentunina en þeir eru nálægt því," segir í frétt á viðskiptavef Berlingske Tidende.
„Samkvæmt mörgum heimildarmönnum í danska bankakerfinu opnar íslenska viðskiptalíkanið, þar sem menn kaupa og selja fyrirtæki hver af öðrum, áður óþekkta möguleika á að auka eigið fé. Þetta getur til að mynda gerst með þessum hætti: Íslenskt fjárfestingarfélag kaupir fyrirtæki fyrir 400 milljónir [danskra] króna. Ári síður selur það fyrirtækið fyrir 1,5 milljarða [danskra] króna. Kaupandinn greiðir fyrir með eigin hlutabréfum. Kaupandinn eykur sem sé hlutafé um 1,5 milljarða en eykur um leið eigið verðmæti um 1,1 milljarð í formi viðskiptavildar [1,5 milljarðar að frádregnum 400 milljónum]. Bæði kaupandinn og seljandi hafa þannig aukið eigið fé um 1,1 milljarð [danskra] króna," segir Berlingske Tidende.
„Sú aðferð að kaupa og selja hver af öðrum og greiða með eigin bréfum eykur eigið fé íslensku fyrirtækjanna mjög hratt og þetta hefur vakið athygli utan Íslands. Þannig hefur eigið fé FL Group meira en sexfaldast frá því á fyrsta ársfjórðungi árið 2005."