Olíuverð lækkaði mikið í dag

Verslað með hráolíu á markaði í New York.
Verslað með hráolíu á markaði í New York. AP

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert á heimsmarkaði í dag og er ástæðan sögð verða minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum eftir húshitunarolíu en veturinn þar í landi hefur almennt verið mildur. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 2,20 dali tunnan á markaði í Lundúnum og var 58,24 dalir tunnan í lok viðskiptadags. Í New York lækkaði verðið um 2,40 dali og var 58,65 dalir tunnan nú undir kvöld.

Sérfræðingar segja, að óvenju milt veður á austurströnd Bandaríkjanna hafi haft áhrif á eftirspurn eftir olíu. Hefur bandaríska veðurstofan spáð því, að eftirspurn eftir húshitunarolíu verði um það bil 33% minni í þessari viku en í meðalári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka