Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir 320 milljarða

Þýski landbúnaðarsjóðurinn KfW gaf í dag út krónubréf fyrir 3 milljarða króna. Greiningardeild Kaupþings segir, að sjóðurinn hafi nú alls gefið út bréf fyrir 86 milljarða og sé því stærsti útgefandi krónubréfa, en alls hafa verið gefin út bréf fyrir rúmlega 320 milljarða frá því í september 2005.

Um 37,5 milljarðar króna af þessari upphæð koma til gjalda á 1. fjórðungi þessa árs. Í heild koma til gjalda um 170 milljarðar á þessu ári, þegar ekki er tekið tillit til vaxtagreiðslna.

Kaupþing segir í ½5 fréttum sínum, að ljóst sé að gjalddagar þessa árs og þá aðallega þróunin næsta haust muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar. Afborganir ársins jafngildi rúmri fjárfestingu í mögulegu álveri við Straumsvík og orkuvirkjunum því tengdu. Því sé ljóst, að ef fjárfestar ákveði að endurfjárfesta hérlendis í stórum stíl muni það, að öðru óbreyttu, geta varið krónuna frá frekari veikingu.

Kaupþing segir, að árferði til endurfjárfestingar sé tiltölulega hagstætt ef litið er 12 mánuði fram í tímann þar sem gera megi ráð fyrir því að vaxtamunur við útlönd verði í kringum 8,5% í lok 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK