Morgan Stanley gaf í dag út verðmat á Kaupþingi og er verðmats- og markgengið 94 sænskar krónur á hlut eða um 937 íslenskar krónur að því er kemur fram í Morgunkorni Glitnis í dag. Verð á bréfum í Kaupþingi hefur hækkað töluvert að undanförnu eða um 6,9% frá áramótum og eru sem stendur í 899 krónum á hlut.
Í síðustu viku gaf Citigroup út verðmat á Kaupþingi og taldi virði félagsins vera 1000 krónur á hlut. Mælti Citigroup með kaupum á bréfum í Kaupþingi.
Báðir bankarnir sáu um hlutafjárútboð Kaupþings nýlega.