Saksóknari rannsakar hlutabréfaviðskipti Bildts

Carl Bildt.
Carl Bildt. Reuters

Sænska ríkissaksóknaraembættið hefur hafið rannsókn á viðskiptum Carls Bildts, núverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, með hlutabréf í rússneska fjárfestingarfélaginu Vostok Nafta. Umhverfisflokkurinn kærði Bildt í gær fyrir spillingu og segja sænskir fréttaskýrendur, að málið kunni að kosta hann ráðherraembættið.

Bildt sat um tíma í stjórn Vostok Nafta en stærstur hluti eigna félagsins er hlutabréf í rússneska ríkisorkufyrirtækinu Gazprom, sem vill leggja umdeilda gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands og á leiðslan m.a. að liggja nálægt sænsku eyjunni Gotlandi. Verið er að undirbúa formlega beiðni þar að lútandi til sænskra stjórnvalda og sænska utanríkisráðuneytið mun þurfa að taka afstöðu til óskar Rússanna.

Bildt seldi hlutabréf sín í Vostok Nafta nýlega með góðum hagnaði eftir að gagnrýni á hann kom fram vegna þessara tengsla við Gazprom. Svo virðist sem hann hann hafi þó áfram kauprétt á hlutabréfunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK