Kaupþing banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn- og útlána frá 11. janúar 2007. Vextir á verðtryggðum inn- og útlánum hækka um 0,25 prósentustig. Þannig hækka vextir á verðtryggðum Bústólpareikningi úr 5,05% í 5,30% og verðtryggðir kjörvextir úr 6,70% í 6,95%.
Hækkun á verðtryggðum vöxtum er gerð vegna hækkana á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa að undanförnu.
Vextir óverðtryggðra sparnaðarreikninga eru hækkaðir á bilinu 0 til 0,25 prósentustig, Þannig hækkar efsta þrep Markaðsreiknings um 0,25% og verður 13,15%.
Vextir á íbúðalánum Kaupþings breytast ekki og eru eftir sem áður 4,95%, að því er segir í tilkynningu.