Allar líkur á að emírinn í Dubai eignist Liverpool

Sheik Mohammed bin Rashid al-Maktoum.
Sheik Mohammed bin Rashid al-Maktoum. Reuters

Allar líkur eru að að gengið verði að 450 milljóna punda boði emírsins af Dubai í knattspyrnuliðið Liverpool. Samsteypan Dubai International Capital, sem er í eigu emírsins, Sheik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, hefur undanfarinn mánuði kannað rækilega fjárreiður Liverpool.

Verði af kaupunum munu þau gera félaginu kleift að reisa nýjan leikvang, sem taka á sextíu þúsund manns í sæti, skammt frá Anfield.

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í dag, að Dubai International hefði heitið því að fjármagna frekari leikmannakaup til að Liverpool geti staðist Manchester United og Chelsea snúning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK