Kaupþing spáir því að Fitch muni lækka lánshæfismat ríkissjóðs

Veruleg hækkun varð á álagi skuldatrygginga bankanna í kjölfar skýrslu Fitch í febrúar á síðasta ári er matfyrirtækið breytti horfum á lánshæfismati íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Sjálfri lánshæfiseinkunni var þó ekki breytt. Að sögn Davíðs Rúdolfssonar, sérfræðings hjá Greiningardeild Kaupþings er von á nýrri skýrslu frá Fitsc fljótlega og á Greiningardeild Kaupþings von á því að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað líkt og Standard & Poors gerði þann 22. desember.

Að því er fram kemur í skýrslu Kaupþings höfðu þær skýrslur sem fylgdu í kjölfar Fitch-skýrslunnar einnig áhrif.

„Hæst fór álagið um miðjan mars í fyrra þegar það slagaði upp í um 100 punkta hjá Kaupþingi og Landsbankanum og í tæplega 80 punkta hjá Glitni. Miklar sveiflur í álaginu fylgdu í kjölfarið sem sveiflaðist að mestu í kringum 50 til 80 punkta fram eftir sumri. Í lok júlí hefur þróunin hins vegar verið verulega jákvæð og álagið leitað hægt og sígandi niður á við. Nú er raunar svo komið að skuldatryggingaálag bankanna er orðið nokkuð lægra en það var við útgáfu Fitch skýrslunnar. Er þessi jákvæða þróun til marks um vaxandi traust og batnandi fjármögunarkjör bankanna á erlendum mörkuðum. Mikið hefur því áunnist að undanförnu í þessum efnum sem er mikilvæg forsenda fyrir vöxt og arðsemi bankanna," samkvæmt sérriti Kaupþings.

Að sögn Davíðs lækkaði hlutabréfaverð og gengi krónunnar um ríflega 20% í kjölfar birtingu skýrslu Fitch fyrir tæpu ári og þeirra skýrsla sem fylgdu í kjölfarið. Hann segir að ekki sé von á viðlíka áhrifum á markaðinn en ekki sé ólíklegt að um tímabundna lækkun verði að ræða og áhrifin vari stutt eins og varð í kjölfar skýrslu S & P í lok desember.

Greiningardeild Kaupþings á ekki von á að lækkun á lánshæfismati íslenska ríkisins muni hafa nein áhrif á lánshæfismat íslensku bankanna, sem einnig haf lánshæfismat frá Fitch. Áhrifa lækkunarinnar gæti þó gætt í eitthvað hærri fjármögnunarkostnaði fyrir íslensk félög, sér í lagi bankanna.

Skuldatryggingaálag íslensku bankanna eru komnir niður í það sem þeir voru í fyrir Fitch - sem er jákvætt. Sérstaklega Landsbankinn Talandi um Fitch – eigum von á að þeir fari að skila skýrslu, Eigum alveg eins von á því að lánshæfismat ríkissjóðs verði lækkað. Spurning hvaða áhrif það muni hafa. Þegar horfum var berytt í neikvæðar í fyrra. Hlutabréf -20 og krónan svipað Fleira sem hafði áhrif og þá ekki síst skýrsluflóðið sem fylgdi í kjölfarið. Sjáum ekki að viðlíka muni gerast þar sem markaðsaðilar hafi gert ráð fyrir því. Óverulegar breytingar með skýrslu S&P.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka