Verð á hráolíu lækkaði í dag í kjölfar talna sem birtar voru og sýndu, að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum voru meiri en talið var. Verð á olíutunnu lækkaði um 1,75 dali á markaði í New York og var 50,49 dalir nú síðdegis. Hefur olíuverð ekki verið lægra síðan 25. maí árið 2005.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu, um 1,24 dali tunnan og var 51,54 dalir.