Tekjuskattur banka og sparisjóða sextíufaldaðist

Bankar og sparisjóðir greiddu 11,3 milljarða króna í tekjuskatt til ríkissjóðs í álagningu síðasta árs, vegna tekna ársins 2005. Það er meira en tvöföldun greiðslna frá árinu áður og nærri sextíuföldun frá árinu 1993. Þetta má lesa út úr svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi.

Stökkbreyting á greiðslunum varð aðallega milli álagningaráranna 2001 og 2002 er þær fóru úr 104 milljónum króna í 1.274 milljónir. Er breytingin einkum rakin til einkavæðingar ríkisbankanna og þess að skatthlutfallið var lækkað úr 30% í 18%. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, segir að við einkavæðingu hafi mikill frumkraftur verið leystur úr læðingi og tekjuskattslækkunin hafi virkað sem hvati fyrir atvinnulífið að gera enn betur. Skattumhverfið hafi um leið orðið samkeppnishæfara við önnur lönd.

Sjá ítarlegri umfjöllun á bls. 16 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK