Pfizer segir upp 10 þúsund manns

Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer Inc. tilkynnti í dag, að fækkað verði um 10 þúsund störf innan fyrirtækisins en Pfizer stefnir að því að lækka kostnað um 2 milljónir dala á ársgrundvelli til að styrkja stöðu sína í geysiharðri samkeppni á lyfjamarkaði.

Fyrirtækið ætlar að loka þremur rannsóknarstofum í Michigan og tveimur verksmiðjum í New York og Nebraska. Hugsanlega verða verksmiðjur í Þýskalandi seldar og rannsóknarstofum í Japan og Frakklandi lokað.

Þetta er í annað skipti á tveimur árum sem Pfizer kynnir endurskipulagningu á rekstri en fyrirtækið tapar um 14 milljarða dala tekjum á þessu ári vegna þess að einkaleyfi á tilteknum lyfjum eru runnin út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka