iPod-vísitala í stað Big Mac

iPod, alþjóðlegur mælikvarði á gjaldeyrisþróun
iPod, alþjóðlegur mælikvarði á gjaldeyrisþróun AP

Ástralski bankinn Commonwealth Securities hefur hafið að birta iPod-vísitölu til að fylgjast með þróun verðlags og gjaldeyris, en vísitalan byggir á svipaðri hugmynd og hin svokallaða Big Mac vísitala, þar sem verð á Macdonalds hamborgurum er tekin saman. Vasadiskóið vinsæla þykir henta betur þar sem tækin fást um allan heim, en eru öll framleidd á einum stað og ættu því tæknilega að kosta það sama allsstaðar.

iPod þykir því henta betur en hamborgarinn, þar sem hamborgararnir eru framleiddur hver í sínu landi og hráefniskostnaður misjafn.

Bankinn byggir vísitöluna á tveggja gígabæta iPod Nano, sem er geysivinsæll og auðfáanlegur víðast hvar í heiminum. Ódýrast er tækið í Kanada, hvar það kostar 144 Bandaríkjadali, eða um 9.900 krónur, en dýrast í Brasilíu þar sem það kostar 327 dali, eða um 22.500 krónur.

Alls er verð borið saman í 26 löndum, en Ísland er ekki með á þeim lista, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Apple á Íslandi kostar 2 gígabæta iPod nano 20.990 krónur, eða um 304 dali. Ef Ísland væri með á listanum mætti því búast við því að það yrði í öðru sæti því sá sem næstdýrastur er á lista Commonwealth Securities kostar 222 dali, eða rúmar 15.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK