Hlutafé í evrum rökrétt framhald

Friðrik Jóhannsson, Ingólfur Bender og Jón Þór Sturluson fluttu erindi …
Friðrik Jóhannsson, Ingólfur Bender og Jón Þór Sturluson fluttu erindi á morgunverðarfundi FVH í gær um gjaldmiðil viðskiptalífsins. Morgunblaðið/G.Rúnar

Líflegar umræður spunnust að loknum framsöguerindum á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga undir yfirskriftinni "Gjaldmiðill viðskiptalífsins" en framsöguerindi fluttu Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, og dr. Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptadeild HR.

Friðrik sagði m.a. að færsla yfir í evrur styddi við vöxt Straums-Burðaráss á margan hátt, m.a. stöðu hans á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Sagði hann að skráning hlutafjár Straums í evrum væri rökrétt og eðlilegt framhald af færslu bókhalds í evrum en sú ákvörðun lægi ekki fyrir og yrði aðeins tekin af hluthöfum bankans.

Evruvæðing eðlileg

Jón Þór dró fram margvíslegan efnahagslegan ávinning af því að taka upp evruna, m.a. á verðlag, umfang viðskipta og samkeppni. Hann tók þó fram að ávinningurinn yrði enn meiri ef Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evruna. Jón Þór sagði ókostinn m.a. felast í missi sjálfstæðrar peningastefnu og hægari aðlögun raunlauna að aðstæðum hverju sinni en benti jafnframt á að árangur af peningamálastefnu hér væri ekki góður og það hefði komið fram í mikilli verðbólgu og miklum sveiflum í framleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK