Hlutafé í evrum rökrétt framhald

Friðrik Jóhannsson, Ingólfur Bender og Jón Þór Sturluson fluttu erindi …
Friðrik Jóhannsson, Ingólfur Bender og Jón Þór Sturluson fluttu erindi á morgunverðarfundi FVH í gær um gjaldmiðil viðskiptalífsins. Morgunblaðið/G.Rúnar

Líflegar umræður spunnust að loknum framsöguerindum á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga undir yfirskriftinni "Gjaldmiðill viðskiptalífsins" en framsöguerindi fluttu Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, og dr. Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms í viðskiptadeild HR.

Friðrik sagði m.a. að færsla yfir í evrur styddi við vöxt Straums-Burðaráss á margan hátt, m.a. stöðu hans á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Sagði hann að skráning hlutafjár Straums í evrum væri rökrétt og eðlilegt framhald af færslu bókhalds í evrum en sú ákvörðun lægi ekki fyrir og yrði aðeins tekin af hluthöfum bankans.

Evruvæðing eðlileg

Ingólfur Bender rakti m.a. hverju evran hefði skilað þeim ríkjum sem tekið hefðu hana upp en minnti á að til þess að taka upp evruna væri nauðsynlegt að ganga í Evrópusambandið. Ingólfur sagði illmögulegt að reikna sig að endanlegri niðurstöðu um það hvort heppilegt væri fyrir Ísland að vera með evruna. Hann benti á að evruvæðing bankanna væri eðlilegur þáttur í útrás þeirra en gæti komið af stað hugvakningu um þverrandi samkeppnishæfni krónunnar gagnvart evrusvæðinu.

Jón Þór dró fram margvíslegan efnahagslegan ávinning af því að taka upp evruna, m.a. á verðlag, umfang viðskipta og samkeppni. Hann tók þó fram að ávinningurinn yrði enn meiri ef Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evruna. Jón Þór sagði ókostinn m.a. felast í missi sjálfstæðrar peningastefnu og hægari aðlögun raunlauna að aðstæðum hverju sinni en benti jafnframt á að árangur af peningamálastefnu hér væri ekki góður og það hefði komið fram í mikilli verðbólgu og miklum sveiflum í framleiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK