Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft Corp. birti árshlutauppgjör fyrir annan fjórðung rekstarárs félagsins. Þar kom fram, að methagnaður var í fjórðungnum þrátt fyrir að frestun á útgáfu nýs tölvustýrikerfis hafi valdið því að sölutekjur voru undir áætlun.
Tekjur á fjórðungnum námu 12,54 milljörðum dala og hagnaður am 2,63 milljörðum dala eða 26 sentum á hlut. Var það þremur sentum meira, en sérfræðingar höfðu spáð.
Fyrirtækið segir, að bæði tekjur og hagnaður hefðu verið meiri ef ekki hefðu orðið tafir á útgáfu Windows Vista stýrikerfisins. Fyrirtæki gátu keypt stýrikerfið í lok síðasta árs og byrjað verður að selja almenningi það 30. janúar.