Sölutekjur Nokia orðnar meiri en tekjur finnska ríkisins

Olli Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, kynnti ársuppgjör fyrirtækisins í dag.
Olli Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, kynnti ársuppgjör fyrirtækisins í dag. Reuters

Tekjur finnska farsímaframleiðandans Nokia eru orðnar meiri en tekjur finnska ríkisins. Fram kemur á fréttavef Bloombergs, að sölutekjur Nokia hafi á síðasta ári verið 41,1 milljarður evra, jafnvirði rúmlega 3700 milljörðum króna en tekjur finnska ríkisins voru 39,6 milljarðar evra.

Nokia birti í dag tölur um síðasta fjórðung ársins 2006, sem voru umfram væntingar fjárfesta. Hækkaði gengi bréfa Nokia um 5% í kjölfarið.

Fyrirtækið Nokia var stofnað árið 1865 og var upphafslega pappírsmylla. Fyrirtækið framleiddi lengi pappírsvörur og gúmmístígvél en árið 1982 hóf Nokia að framleiða bílasíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK