Afkoma Landsbankans vekur athygli í fjármálalífi London

Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, á fundinum í London í dag. …
Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, á fundinum í London í dag. Hann sagði m.a. að bankinn hefði gripið til aðgerða á síðasta ári til að mæta gagnrýni frá erlendum matsfyrirtækjum og greiningardeildum.

Fjölsóttum kynningarfundi Landsbankans var að ljúka í London þar sem uppgjörið fyrir árið 2006 var kynnt fyrir greiningaraðilum og bankamönnum. Hátt í 200 manns sóttu fundinn og að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans, hefur afkoma bankans vakið jákvæða og töluverða athygli í fjármálalífi borgarinnar.

Hagnaður bankans nam rúmum 40 milljörðum króna á síðasta ári og hagnaður fjórða ársfjórðungs nam ríflega 14 milljörðum, sem var tvöföldun frá því sem greiningardeildir höfðu spáð. Tekjur af erlendri starfsemi Landsbankans námu 46,6 milljörðum, eða 51% af heildartekjum bankans, sem er í fyrsta sinn sem erlendar tekjur eru hærri en þær innlendu.

Halldór sagði við Morgunblaðið að vöxtur innánareikningsins Icesave í Bretlandi hefði vakið einna mesta athygli á kynningarfundinum, en innlán á þann reikning námu nærri 110 milljörðum króna í árslok sem var langt umfram væntingar bankans. Var reikningurinn opnaður í byrjun nóvember sl. og nú þegar eru viðskiptavinirnir orðnir um 40 þúsund talsins þar í landi.

Halldór sagði að sökum mikils vaxtar í innlánum hafi bankinn minni þörf á erlendri fjármögnun en áður, sem hafi verið eitt helsta gagnrýnisatriði í bankaskýrslum síðasta árs, þ.e. hve íslensku bankarnir væru háðir erlendri fjármögnun.

Halldór sagði innlán viðskiptabankans í heild hafa aukist um meira en 100% milli ára og hefðu numið nærri 700 milljörðum króna í árslok. „Þetta er feykilega mikil umbreyting á uppbyggingu alþjóðlegrar fjármögnunar Landsbankans og styrkir bankann alveg ótrúlega. Þetta hefur vakið mikla athygli hér, hve hratt innlánareikningurinn Icesave hefur vaxið," sagði Halldór ennfremur.

mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK