Greiningardeild Kaupþings veltir því fyrir sér, hvort ástæða hefði verið fyrir Landsbankann að senda frá sér jákvæða afkomuviðvörun í ljósi þess að afkoma bankans á síðasta ársfjórðungi var mun betri en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu spáð.
Greiningardeild Kaupþings gerði ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 6,9 milljarðar króna en í raun varð hann 13,7 milljarðar eða um 98% meiri.
„Eins og fyrr segir skilaði bankinn mun betri afkomu á fjórðungnum en við gerðum ráð fyrir. Er munurinn raunar það mikill að við setjum spurningarmerki við hvort jákvæð afkomuviðvörun hefði ekki verið æskileg af hálfu bankans í þessu tilfelli," segir í ½5 fréttum Kaupþings.