Gengi bréfa Landsbankans hækkar

Fjár­fest­ar hafa tekið árs­upp­gjöri Lands­bank­ans, sem birt­ist í morg­un, vel en gengi bréfa bank­ans hef­ur hækkað um 3,09% í viðskipt­um í Kaup­höll Íslands í morg­un. Upp­gjör Lands­bank­ans var mun betra en sér­fræðing­ar höfðu spáð. Á síðasta fjórðungi síðasta árs skilaði bank­inn 13,7 millj­arða króna hagnaði og alls 40,2 millj­arða hagnaði á síðasta ári.

Í Morgun­korni Grein­ing­ar Glitn­is kem­ur fram, að upp­gjör Lands­bank­ans sé um­fram vænt­ing­ar í flest­um liðum rekstr­ar­reikn­ings og efna­hags­reikn­ings. Upp­gjörið bank­ans sé veru­lega gott og gefi hluta­bréf­um bank­ans byr á markaði.

Úrvals­vísi­tal­an hef­ur hækkað um nærri 1,5% og nálg­ast 7000 stig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka