Hagnaður Landsbankans 40,2 milljarðar króna

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Golli

Hagnaður Landsbankans eftir skatta var 40,2 milljarðar króna á síðasta ári sem er 61% aukning frá fyrra ári er hagnaður bankans nam 25 milljörðum króna. Grunntekjur samstæðunnar (vaxtamunur og þjónustutekjur) námu tæpum 70 milljörðum króna og jukust þær um 30 milljarða króna eða 76%.

Í tilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að arðsemi eigin fjár eftir skatta var 36,3%. Kostnaðarhlutfall tímabilsins reiknast 43,2%. Gengismunur og fjárfestingatekjur námu 19,6 milljörðum króna samanborið við 21,3 milljarða króna á árinu 2005.

Tekjur af erlendri starfsemi 52% af tekjum bankans

Tekjur af erlendri starfsemi námu 46,6 milljörðum króna eða 52% af heildartekjum samanborið við 10,4 milljarða króna og 17% á árinu 2005. Er þetta í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru hærri en á Íslandi.

Heildareignir bankans námu 2.173 milljörðum króna í árslok 2006. Heildareignir bankans í evrum námu 23,2 milljörðum í lok árs 2006 samanborið við 18,8 milljarða evra í byrjun ársins.

Innlán viðskiptavina jukust um 104% á árinu og námu 683 milljörðum króna í árslok 2006. Nema innlánin tæplega 50% af heildarútlánum til viðskiptavina. · Eiginfjárhlutfall (CAD) var 14,8% í árslok 2006. Eiginfjárþáttur A var 13,0%.

Á fjórða ársfjórðungi nam hagnaður Landsbankans eftir skatta 14,1 milljarði króna. Hreinar rekstrartekjur fjórða ársfjórðungs námu 24,8 milljörðum króna samanborið við 18,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Kostnaðarhlutfall fjórða ársfjórðungs 2006 reiknast 44,4%. Útlán til viðskiptavina jukust um 135 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi á meðan innlán frá viðskiptavinum jukust um 170 milljarða króna.

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans segir í fréttatilkynningu, að vel hafi tekist til með fjármögnun bankans bæði með skuldabréfaútgáfum og ekki síður með nýjum innlánaafurðum. „Innlán sem hlutfall af útlánum til viðskiptavina eru nú tæplega 50% samanborið við 34% í byrjun ársins. Stór þáttur þessar velgengni má þakka sérstaklega vel heppnaðri innkomu Icesave á Bretlandsmarkað á 4. ársfjórðungi, en innlán Icsave námu tæpum 110 milljörðum króna í lok ársins.”

Áhyggjur að hluta til byggðar á misskilningi segir bankastjóri Landsbankans

Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans segir í fréttatilkynningu að mikil umræða var um íslenskt efnahagslíf og um íslenska fjármálakerfið framan af árinu 2006. Erlendir markaðs- og greiningaraðilar höfðu áhyggjur af skammtímaaðlögun íslenska hagkerfisins og áhrifa hennar á fjármögnun og rekstur bankanna.

„Að hluta til voru áhyggjur byggðar á misskilningi, en það var leiðrétt með með öflugri upplýsingagjöf. Landsbankinn brást hinsvegar ákveðið við öðrum ábendingum í umræðunni sem stjórnendur bankans mátu réttar. Í því efni hefur bankinn tekið ákvarðanir sem miða að því a draga úr markaðsáhættu og auka verulega hlutfall innlána í heildarfjármögnun. Jafnframt styrkti bankinn CAD eiginfé á árinu. Þetta ásamt markvissri samþættingu starfsstöðva móðurfélags og dótturfélaga hér heima og erlendis gerir bankann mjög vel í stakk búinn að sækja áfram í harðri samkeppni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Landsbankinn treysti mjög fjármögnun samstæðunnar á árinu og ber þar hæst vel heppnað skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og svo einstök innkoma á breska innlánamarkaðinn. Lausafjárstaða bankans er því mjög sterk og nær nú þegar að standa undir afborgunum langtímaskulda til næstu tveggja ára.”

Tillaga um 40% arð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 9. febrúar kl. 16 á Grand hótel. Á fundi sínum í dag samþykkti bankaráð að leggja til við aðalfund að hann veiti bankaráðinu heimild til að greiddur verði 40% arður til hluthafa.Gjalddagi arðs verður 7. mars.

Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK