Spáir metafkomu bankanna

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að afkoma bankanna hafi slegið met á síðasta ári. Kaupþing, Glitnir og Straumur Burðarás birta allir ársuppgjör sín í fyrramálið en Landsbankinn birti sitt uppgjör í lok síðustu viku.

Landsbankinn spáir því að hagnaður Kaupþings á fjórða ársfjórðungi hafi verið 13,2 milljarðar króna og að hagnaður á árinu öllu hafi því verið um 80 milljarðar króna.

Þá gerir Landsbankinn ráð fyrir því að hagnaður Glitnis á síðasta ársfjórðungi hafi verið 9,6 milljarðar króna og heildarhagnaður á árinu hafi því verið 38 milljarðar króna.

Loks áætlar Landsbankinn að hagnaður Straums-Burðaráss hafi verið 10 milljarðar og hagnaður alls ársins verið tæplega 31 milljarður.

Sjálfur hagnaðist Landsbankinn um rúma 40 milljarða króna á næsta ári. Gangi spá bankans eftir hafa bankarnir fjórir hagnast samtals um nærri 190 milljarða króna á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK