Hagnaður Kaupþings langt yfir spá Greiningar Glitnis

Hagnaður Kaupþings til hlut­hafa á fjórða árs­fjórðungi nam 18,1 millj­örðum króna en það er langt yfir spá Grein­ing­ar Glitn­is, sem spáði því að hagnaður­inn næmi 11,9 millj­örðum króna, og annarra spáaðila.

Í Morgun­korni Glitn­is kem­ur fram að hrein­ar vaxta­tekj­ur Kaupþings námu 14,8 mö.kr. og juk­ust því um­tals­vert þvert á spár en í ljósi svo til engr­ar verðbólgu á Íslandi á fjórðungn­um mátti reikna með óveru­legri hækk­un hreinna vaxta­tekna frá þriðja fjórðungi.

„Útlán til viðskipta­vina juk­ust hins veg­ar um heil 17% frá þriðja fjórðungi og mun­ar um minna. Hrein­ar þókn­un­ar­tekj­ur námu 11,9 mö.kr. og hafa aldrei verið hærri. Eng­in ein­stök stór verk­efni eða at­b­urðir skýra mikla aukn­ingu held­ur er góður vöxt­ur þessa tekjuliðs á öll­um af­komu­sviðum bank­ans. Geng­is­hagnaður Kaupþings á fjórða árs­fjórðungi nam 11,9 mö.kr. og skýrist einkum af hagnaði vegna stöðutöku á Norður­lönd­um.

Heilt yfir er því upp­gjör bank­ans mun betra en spáð og að auki nam skatt­hlut­fallið ein­ung­is 8,8% á fjórðungn­um vegna áhrifa geng­is­hagnaðar en Grein­ing hafði áður reiknað með þess­um áhrif­um á þriðja árs­fjórðungi. Útlit er fyr­ir mik­inn vöxt á ár­inu og kom fram í máli for­stjóra bank­ans á kynn­ing­ar­fundi að 20% vöxt­ur sé fyr­ir­sjá­an­leg­ur á milli ára. Þá má telja afar lík­legt að Kaupþing blandi sér í samþjöpp­un inn­an fjár­mála­geir­ans á Norður­lönd­um og í Evr­ópu með ytri vexti á þessu ári.

Und­ir­liggj­andi rekst­ur er sterk­ur og eru fjár­fest­ing­ar í þókn­ana­tengdri starf­semi í Dan­mörku og Bretlandi að fara að skila sér á ár­inu. Þá hafa fyr­ir­tækja­skatt­ar verið lækkaðir í Dan­mörku úr 28% í 22% sem mun skila meiri hagnaði en ella á ár­inu," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK