Japanar munu draga úr túnfiskveiðum á Atlantshafinu um 23% til ársins 2010 í samræmi við samkomulag, sem náðist í nóvember innan alþjóðatúnfiskveiðiráðsins um að draga úr veiðum á túnfiski til að vernda stofninn.
Samkvæmt samkomulaginu verður heildaafli á austurhluta Atlantshafs og í Miðjarðarhafi minnkaður úr 32 þúsund tonnum a síðasta ári í 25.500 tonn árið 2010.