Unnið er að einkavæðingu flugvallarins í Prag og er talið að tékkneska ríkið fái allt að þrjá milljarða Bandaríkjadala fyrir flugvöllinn. Samkvæmt tékkneska vikuritinu Tyden eru nokkrir áhugasamir um kaup.
Samkvæmt Tyden hefur þýska fyrirtækið Hochtief sýnt áhuga, Fraport, sem rekur flugvöllinn í Frankfurt, Macquarie Bank í Ástralíu, slóvensku fjárfestarnir Penta og JT og tékkneska fjárfestingafélagið PPF.
Á síðasta ári fóru 11,5 milljónir farþega um flugvöllinn en stefnt er að völlurinn verði kominn í einkaeigu síðar á þessu ári.