F.C. København með mesta markaðsvirðið

Danska blaðið Berlingske Tidende segir, að danska félagið F.C. København sé orðið verðmætasta knattspyrnufélag heims. Ástæðan er þó ekki sú að félagið sé með verðmæta leikmenn innan sinna raða heldur sú að gengi hlutabréfa Parken Sport & Entertainment, móðurfélags FCK, hefur hækkað um 145% á síðasta ári og er markaðsverðmæti félagsins nú orðið jafnvirði nærri 47 milljarða íslenskra króna.

Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Parken Sport & Entertainment hækkað um 20% og þar með er markaðsvirði félagsins orðið meira en markaðsvirði enska félagsins Arsenal, sem er um 42 milljarðar króna.

Fréttaveitan Bloomberg hefur birt lista yfir verðmætustu knattspyrnufélögin, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði. Það má að vísu deila um hvort F.C. København sé á hlutabréfamarkaði enda koma tekjur Parken Sport & Entertainment aðallega af annarri starfsemi.

Samkvæmt útreikningum Bloomberg er markaðsvirði ítalska félagsins Juventus um 20 milljarðar króna og hollenska félagsins Ajax um 14 milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK