Hvalveiðarnar eru fíaskó og skattur ætti að vera 10%

Frá Viðskiptaþingi á Hótel Nordica í Reykjavík í dag.
Frá Viðskiptaþingi á Hótel Nordica í Reykjavík í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona stýrði í dag pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi á Hótel Nordica. Þeir sem tóku þátt í umræðunum voru Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista og Bakkavör Group, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs Group og Róbert Wessman forstjóri Actavis.

Í pallborðsumræðunum komu fram viðbrögð viðskiptalífsins við ræðum Anholts og forsætisráðherra á Viðskiptaþinginu. Skiptir ímynd landsins einhverju máli fyrirtækin? Var fyrsta spurningin og sagði Jón Ásgeir að hún gerði það án efa, Róbert Wessman sagði að Actavis legði ekki mikla áherslu á að koma fram sem íslenskt fyrirtæki en mikil áhersla væri lögð á að byggja upp íslenska ástríðu sem hvetur starfsmenn til góðra verka.

Allir þátttakendur voru sammála um að ímynd Íslands væri mikilvæg fyrir fyrirtæki sem stunda alþjóðaviðskipti.

Lýður Guðmundsson sagði að hvalveiðar Íslendinga væru fíaskó og að staðreyndirnar í málinu skiptu í raun ekki máli, meira máli skiptu þær fréttamyndir sem fóru út um allan heim og hefðu mjög neikvæð áhrif á ímynd Íslands. Jón Ásgeir sagði að það ætti að leggja einungis 10% skatt á allt og einfalda þannig skattkerfið til muna. Hann sagði að það myndi örugglega skila meiru í ríkiskassann.

Lýður tók undir að einfalda þyrfti skattakerfið á Íslandi.

„Hátt matarverð skiptir hugsanlega ferðamenn sem koma til landsins máli en það þarf að skoða þetta í réttu samhengi, við notum minni hluta af okkar tekjum til matvæla en Spánverjar en tómatar kosta meira hér og þetta jafnast því út," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson er hann var spurður hvort hann teldi að hátt matarverð hefði neikvæð áhrif á ímynd Íslands erlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka