Nyhedsavisen mest lesna fríblaðið á Fjóni

Nokkur að fríblöðunum sem gefin eru út í Danmörku.
Nokkur að fríblöðunum sem gefin eru út í Danmörku. mbl.is/GSH

Blaðið Nyhedsa­visen, sem Dags­brun Media gef­ur út í Dan­mörku, er mest lesna fríblaðið á Fjóni en fríblaðið 24ti­mer er mest lesið á öðrum svæðum í Dan­mörku þar sem því er dreift ókeyp­is í hús. Þriðja fríblaðið, Dato, hef­ur minnsta út­breiðslu en er þó næst mest lesið af fríblöðunum í Kaup­manna­höfn og á Friðriks­bergi.

Fram kem­ur á frétta­vef Bør­sen að fríblöðin þrjú berj­ist hart um les­end­ur á ein­stök­um svæðum í Dan­mörku. Þar hafi 24ti­mer, sem JP/​Politikens Hus gef­ur út, víðast hvar for­ust­una, einkum þó á Suður-, Norður- og Vest­ur-Jótlandi þar sem hinum blöðunum tveim­ur er ekki dreift með reglu­bundn­um hætti.

Bør­sen vitn­ar til talna úr Læser­Barometret, sem mæl­ir fjölda les­enda fríblaðanna. Þar kem­ur fram að 54 þúsund manns á Fjóni lesa Nyhedsa­visen að jafnaði, þar af 50 þúsund í Óðinsvé­um eða litlu færri en lesa Fyens Stiftsti­dende, sem til þessa hef­ur haft yf­ir­burðastöðu þar.

Í miðborg Kaup­manna­hafn­ar og á Friðriks­bergi eru les­end­ur 24ti­mer 85 þúsund, les­end­ur Dato eru 70 þúsund og les­end­ur Nyhedsa­visen 48 þúsund. Á Kaup­mannag­hafn­ar­svæðinu öllu eru les­end­ur 24ti­mer hins veg­ar 117 þúsund en Nyhedsa­visen fylg­ir fast á eft­ir með 100 þúsund les­end­ur.

Alls lesa 464 þúsund Dan­ir 24ti­mer dag­lega, les­end­ur Nyhedsa­visen voru 249 þúsund og les­end­ur Dato189 þúsund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK