Farþegar British Airways þurfa að greiða gjald fyrir aukatöskur

Reuters

Breska flugfélagið British Airways ætlar að hækka gjöld fyrir aukafarangur á næstunni. Geta farþegar sem ferðast á lengri flugleiðum átt von á því að þurfa að greiða allt að 240 pund fyrir aukatösku. Á styttri flugleiðum getur gjaldið orðið 120 pund og í innanlandsflugi 60 pund.

Sérfræðingar sem BBC ræddi við töldu að með gjaldtökunni væri British Airways að reyna að draga úr rekstrarkostnaði og auðvelda flutning í byggingu 5 á Heathrow-flugvelli í Lundúnum á næsta ári. Hinsvegar telja aðrir að þetta geti skaðað ímynd British Airways.

Hingað til hafa farþegar British Airways haft heimild til að innrita fleiri en eina tösku svo lengi sem farangurinn er ekki þyngri heldur en hámarksheimild um þyngd á farangri segir til um. Byrjað verður að innheimta fyrir aukatöskur þann 13. febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK