Mikill samdráttur í íbúðalánum bankanna

Bankarnir veittu alls 305 íbúðalán fyrir samtals tæpa 2,7 mklljarða króna í janúarmánuði og hafa lánin ekki verið jafn fá og heildarfjárhæðin jafn lág frá því bankarnir hófu upphaflega að veita íbúðalán í ágúst 2004. Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að meðallánið hafi numið 8,7 milljónum í janúar, sem sé mun lægri upphæð en verið hafi. Þannig var meðallánið 9,2 milljónir á seinni helmingi síðasta árs.

Ný íbúðalán drógust mikið saman síðastliðið haust en jukust aftur í október, nóvember og desember. Sú þróun hélt ekki áfram í janúar og segir Greininardeild Landsbankans ólíklegt að eftirspurn eftir íbúðarlánum aukist að ráði fyrr en verðtryggðir vextir lækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK