Æðstu yfirmenn Landsbankans með samtals 1,4 milljarða í laun og kaupauka

Bankaráð Landsbankans, bankastjórar og sautján framkvæmdastjórar deilda og dótturfyrirtækja bankans fengu samtals 1416 milljónir króna í laun og kaupréttarsamninga á síðasta ári, að því er kemur fram í ársskýrslu bankans.

Fram kemur að Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri fái samtals 119 milljónir króna, þar af eru 29,2 milljónir króna grunnlaun. Sigurjón Þ. Árnason fékk samtals 153 milljónir, þar af 37,6 í grunnlaun, og Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri, hafi fengið 84 milljónir, þar af 21,2 milljónir í grunnlaun.

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðsins fékk 6 milljónir í laun og Kjartan Gunnarsson, varaformaður, 5 milljónir. Aðrir bankaráðsmenn fengu samtals 10 milljónir.

Þá kemur fram að 16 framkvæmdastjórar hafi samtals fengið 1039 milljónir króna í laun og starfstengdar greiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK