Ekki við viðskiptabanka að sakast

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Þorkell

Björgólf­ur Guðmunds­son, formaður bankaráðs Lands­bank­ans, sagði á aðal­fundi bank­ans í dag, að hann skildi full­kom­lega og deili áhyggj­um fólks af háum vöxt­um. Ekki sé hins veg­ar við viðskipta­banka að sak­ast og þar ættu bank­arn­ir og viðskipta­vin­ir þeirra sam­eig­in­leg­an óvin. óstöðug­leiki og verðbólga væru mein sem all­ir þyrftu að sam­ein­ast um að fjar­lægja.

„Ann­ar banka­stjóri Lands­bank­ans sagði á kynn­ing­ar­fundi í London ný­verið að það væri þess virði að fórna millj­arða hagnaði bank­ans í eitt ár ef það losaði okk­ur við verðbólg­una. Það lýs­ir vel hug okk­ar og vilja til að tak­ast á við yf­ir­stand­andi vanda," sagði Björgólf­ur.

Hann sagði, þegar ís­lensku bank­arn­ir voru seld­ir á sín­um tíma hefðu eng­ir er­lend­ir bank­ar sýnt þeim áhuga. „Ímynd­um okk­ur að t.d. dansk­ur banki hefði keypt Lands­bank­ann. Hvað hefði það þýtt? Hefðu á Íslandi ekki bara verið starf­rækt fá­ein úti­bú? Hefðu há­launa­störf­in orðið til á Íslandi? Hefði sá danski stutt ís­lensk fyr­ir­tæki í út­rás­inni, - t.d. í Dan­mörku? Hefði hagnaður­inn skilað sér í ís­lenskt hag­kerfi? Hefðu arðgreiðslur skilað sér til ís­lenskra hlut­hafa? Og hefðu tug­millj­arða skatt­tekj­ur af bönk­un­um og af sér­fræðistörf­un­um skilað sér í til upp­bygg­ing­ar í ís­lensku sam­fé­lagi? Ég bara spyr? Ég spyr þá sem hæst hafa og gagn­rýna mest vel­gengni ís­lensku bank­anna?" sagði Björgólf­ur.

Hann sagði að sitt svar væri skýrt, að það hafi verið mikið heilla­spor fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og sam­fé­lagið allt, að losa um tök stjórn­mála­manna á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um lands­ins og fela þau í hend­ur ein­stak­ling­um.

Þá sagði Björgólf­ur, að Lands­bank­inn hefðisýnt það í verki að hon­um sé annt um það sam­fé­lag sem hann lif­ir í og leggði metnað sinn í að starfa í anda víðtek­inna viðhorfa um góða stjórn­ar­hætti. Þá væri bank­inn í for­ystu fyr­ir­tækja um að sýna í verki sam­fé­lags­lega ábyrgð.

„Bank­inn lýt­ur svo á að sam­fé­lags­leg ábyrgð sé sjálfs­ábyrgð. Í litlu landi geta stór fyr­ir­tæki eins og Lands­bank­inn lagt mikið af mörk­um til að gera sam­fé­lagið frjótt, auðgandi og skemmti­legt, - stuðlað að því að til verði sam­fé­lag sem hvet­ur fólk til góðra verka og get­ur af sér mannauð sem byggt er á til fram­búðar.

Ég sé fyr­ir mér sam­fé­lag þar sem all­ir ná að þroska sína hæfi­leika og fái tæki­færi til að nýta þá. Aðstaðan til þess á ekki telj­ast til for­rétt­inda. Í okk­ar sam­fé­lagi eiga all­ir að vera við sama rásmark í upp­hafi hlaups. En eins og við vit­um þá hlaup­um við mis­hratt, höld­um oft í sitt­hvora átt­ina og röt­um mis­jafn­ar leiðir, - mestu skipt­ir þó að við komust ósködduð að því marki sem hvert okk­ar set­ur sér. Ég er þeirr­ar skoðunar að við höf­um aldrei verið eins ná­lægt því og nú að skapa slík­ar aðstæður í okk­ar sam­fé­lagi," sagði Björgólf­ur Guðmunds­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK