Framkvæmdastjóri Cartoon Network segir af sér

Jim Samples, framkvæmdastjóri bandarísku sjónvarpstöðvarinnar Cartoon Network, sagði af sér í dag vegna auglýsingaherferðar sem kom af stað hryðjuverkaviðbúnaði í Boston í síðustu viku og hefur kostað fyrirtækið tvær milljónir Bandaríkjadala. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Í bréfi sem Samples skrifaði starfsmönnum fyrirtækisins segist hann iðrast mjög þeirrar neikvæðu umfjöllunar sem herferðin hafi haft í för með sér og þann kostnað sem hún hafi kostað fyrirtækið. Vegna alvarleika málsins telji hann nauðsynlegt að gangast við ábyrgð sinni með því að segja af sér og láta þegar af störfum.

Áður höfðu Turner Broadcasting System móðurfélag Cartoon Network og Interference Inc. fallist á að greiða tvær milljónir dala í skaðabætur vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK