Írar með 378 milljónir evra undir koddanum

Reuters

Íbúar Írlands eru beðnir um að skoða vasana og undir kodda og dýnur því svo virðist sem 378 milljónir evra, 33,4 milljarða króna, hafi ekki skilað sér frá því að Írar tengdu pundið við evruna fyrir fimm árum.

Seðlabanki Írlands staðfesti í dag að pundum eða „punt" eins og gjaldmiðillinn nefnist galísku, sem jafngilda 378 milljónum evra, hafi ekki verið skipt yfir í þá mynt sem hefur verið í gildi í fimm ár.

Samkvæmt upplýsingum frá bankanum koma að meðaltali fimmtíu manns í bankann daglega með peningavaðla eða poka fulla af klinki til þess að skipta yfir í nýju myntina. Flestir þeirra eru Írar sem ekki búa að staðaldri á Írlandi eða hjálparstofnanir og líknarfélög. Margir Írar geyma gömlu myntina og segjast gera það til að heiðra minningu hennar.

Írland, Þýskaland, Spánn og Austurríki eru einu löndin innan myntbandalags Evrópu sem ekki hafa sett nein tímamörk á það hvenær íbúar þurfa að skipta gömlu myntinni yfir í evrur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK