Segir íslensku krónuna munu hverfa með tímanum

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sig­urður Ein­ars­son, stjórn­ar­formaður Kaupþings, sagði á málþingi í Kaup­manna­höfn í morg­un, að ís­lenska krón­an væri of lít­ill og óstöðugur gjald­miðill og muni hverfa með tím­an­um. Eðli­leg­ast væri, að Íslend­ing­ar tækju þátt í myntsam­starfi Evr­ópu og tækju upp evru.

„Ísland er lítið og opið hag­kerfi og við get­um ekki búið við það til lengd­ar, að gjald­miðill­inn sveifl­ist eins mikið og raun­in er. Því tel ég að gjald­miðill­inn okk­ar muni á endaum hverfa," hef­ur Ritzaufrétta­stof­an eft­ir Sig­urði.

Sig­urður flutti er­indi á málþingi sem skipu­lagt var af Dansk Industri og Dansk-ís­lenska versl­un­ar­ráðinu í Kaup­manna­höfn. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, Hann­es Smára­son for­stjóri FL-Group og Hörður Arn­ar­son for­stjóri Mar­els, fluttu einnig er­indi en Uffe Ell­em­an-Jen­sen, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, var fund­ar­stjóri.

Ólaf­ur Ragn­ar sagði m.a. í sínu er­indi, að all­ar lík­ur væru á því að út­rás ís­lenskra fyr­ir­tækja mundi á kom­andi árum halda áfram af full­um krafti og þau góðu tengsl, sem Íslend­ing­ar hefðu náð við Ind­land og Kína sköpuðu ís­lensku viðskipta­lífi fjöl­mörg ný tæki­færi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK