Verðlag og verðbólga lækka í Noregi

Frá Ósló
Frá Ósló AP

Uppgangur í norsku efnahagslífi hefur ekki hleypt af stað verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hefur verðlag lækkað og segja sumir greinar að lækkunin sé umtalsverð. Neysluvísitalan lækkaði um 1,3% í janúar, en verðbólga á ársgrundvelli nam þá 1,2%, en var 1,8% á sama tíma í fyrra.

Frá þessu greinir Aftenposten.

Einnig var lækkunin í janúar sögð umtalsverð samanborið við desember, þegar verðbólgan nam 2,2%. Norski seðlabankinn hefur smám saman verið að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu stöðugri í kringum 2,5%, en nýjustu tölurnar benda til að ólíklegt sé að stýrivextir verði hækkaðir frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK