Uppgangur í norsku efnahagslífi hefur ekki hleypt af stað verðbólgu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær hefur verðlag lækkað og segja sumir greinar að lækkunin sé umtalsverð. Neysluvísitalan lækkaði um 1,3% í janúar, en verðbólga á ársgrundvelli nam þá 1,2%, en var 1,8% á sama tíma í fyrra.
Frá þessu greinir Aftenposten.
Einnig var lækkunin í janúar sögð umtalsverð samanborið við desember, þegar verðbólgan nam 2,2%. Norski seðlabankinn hefur smám saman verið að hækka stýrivexti til að ná verðbólgu stöðugri í kringum 2,5%, en nýjustu tölurnar benda til að ólíklegt sé að stýrivextir verði hækkaðir frekar.