Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum andvígir dollaramynt

Bandarísk stjórnvöld ætla í næstu viku að gera þriðju tilraunina með að setja eins dollara mynt í um­f­erð, en sa­mkvæ­mt skoðanakönnun nýverið eru þrír af hver­jum fjórum Bandaríkj­a­mönnum andvíg­ir því að dollara­my­nt komi í staðinn fy­r­ir eins dollara seðil. Á nýju my­ntinni verða my­nd­ir af fors­etum Bandaríkj­anna.

Á fy­rstu pening­unum, sem sett verður í um­f­erð á fi­m­m­tudaginn, er mynd af Geor­ge Was­hing­t­on, en eftir þrjá mánuði fara í dr­eifingu pening­ar með mynd af John Adams, síðan Thom­as Jeff­ers­on og Ja­mes Madis­on.

Sa­mkvæ­mt skoðanakönnun sem Ips­os gerði fy­r­ir AP er um helm­ing­ur Bandaríkj­amanna til í að bæði dollara­my­nt og dollaraseðlar verði í um­f­erð.

Það my­ndi spara hu­ndruð milljóna í prent­k­ostnað á ári að leggja niður dollaraseðilinn og taka upp my­nt­ina í staðinn, en ekki eru þó uppi nein áf­orm um slíkt.

Fy­rst var gerð tilraun með eins dollara mynt fy­r­ir aldarf­jórðungi, og síðan árið 2000. Hún hla­ut afar dr­æm­ar undi­rt­ektir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka