Verð á hráolíu lækkað um rúma 2 dali tunnan á heimsmarkaði í dag. Fór verðið niður fyrir 58 dai tunnan en verðlækkunin er rakin til hlýnandi veðurs í Bandaríkjunum og væntinga um að birgðastaða olíu verði há þegar vorar.
Verð á hráolíu lækkaði um 2,08 dali á markði í markaði í New York og fór niður í 57,81 dal tunnan. Verð á bensíni lækkaði einnig á Bandaríkjamarkai. Brent Norðursjávarolía lækkaði á markaði í Lundúnum um 2,41 dal og var verðið 56,60 dalir.