Athygli gengur í SVÞ

Almannatengslafyrirtækið Athygli ehf. hefur gengið í Samtök verslunar og þjónustu – SVÞ. Segir fyrirtækið, að ástæður inngöngunnar séu m.a. þær að Athygli vilji sýna samstöðu meðal þjónustufyrirtækja og stuðla að aukinni umræðu innan greinarinnar.

Athygli ehf. var stofnað í mars 1989. Á undanförnum árum hefur félagið þróast í alhliða ráðgjafarfyrirtæki um almannatengsl og eru starfsmenn Athygli flestir þrautreyndir blaða- og fréttamenn. Auk þess að þjónusta viðskiptavini sína er Athygli umsvifamikið í útgáfu og hefur lagt áherslu á útgáfu fjölmargra kynningarblaða í samstarfi við m.a. Morgunblaðið. Þá er Athygli útgefandi tímarita, m.a. Ægis, tímarits um sjávarútvegsmál, Arkitíðinda í samvinnu við félög arkitekta, Útivistar í samsvinnu við ferðafélagið Útivist og Garðyrkjuritsins í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands.

Athygli er með höfuðstöðvar að Síðumúla 1 í Reykjavík en rekur einnig starfsstöð að Hafnarstræti 82 á Akureyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 12 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK