Lausnir OZ til 85 milljóna notenda um allan heim

Fyrirtækið OZ tilkynnti á símtækniráðstefnu í Barcelona í vikunni að farsímalausnir þess væru nú komnar í 85 milljón farsíma um allan heim en lausnirnar má finna í alls 300 tegundum farsíma frá Motorola, Nokia, Samsung, Siemens og Sony-Ericsson. OZ hefur sérhæft sig í að þróa hugbúnað sem gerir farsímanotendum kleift að senda skilaboð, líkt og forritið MSN gerir fyrir einkatölvur. Um tvenns konar hugbúnað er að ræða, annars vegar OZ Mobile IM Solution, sem kom á markað 2004, og hins vegar OZ Mobile Email Solution, sem settur var á markað 2005. Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra OZ, í tilkynningu frá fyrirtækinu að það finni fyrir vaxandi eftirspurn eftir einföldum og aðgengilegum skilaboðalausnum í farsímum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK