Landsbankinn og Landsvirkjun hafa sameinast um stofnun alþjóðlegs fjárfestingafélags sem leggja mun áherslu á fjárfestingar í verkefnum erlendis á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu, einkum vatnsafls.
Í dag verður undirritaður samningur um stofnun hins nýja félags. Viðstaddir verða Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans, Jóhannes Geir Sigurgeirsson formaður stjórnar Landsvirkjunar og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar.