Verð á olíu hækkaði vegna frétta af fyrirhugaðri árás í Nígeríu

Olíubrunnur á Níger-óseyrinni.
Olíubrunnur á Níger-óseyrinni. Reuters

Heims­markaðsverð á olíu hækkaði í dag í kjöl­far frétta af því að skæru­liðar hefðu í hyggju að ráðast á mann­virki olíu­fé­laga á Níg­er-óseyr­inni í Níg­er­íu. Verð á olíu hafði áður lækkað nokkuð vegna spár um hlýn­andi veður í Banda­ríkj­un­um, sem þýðir að eldsneyt­isþörf minnk­ar. Banda­ríska sendi­ráðið í Níg­er­íu hafði spáð fyr­ir­huguðum árás­um skæru­liða, að sögn sér­fræðings á hluta­bréfa­markaði í Lund­ún­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka