Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu rúmir 4,5 milljarðar

mbl.is

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 9. febrúar til og með 15. febrúar 2007 var 165. Þar af voru 135 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 4.508 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 147 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21 milljón króna, að því er segir á vef Fasteignamats ríkisins.

Íbúðaverð hækkaði um 2,3% í janúar

Samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 2,3% í janúar sem er langt umfram meðalhækkun fasteignaverðs í janúar ef litið er til síðustu 13 ára, að því er fram kom í Hálf fimm fréttum Kaupþings í gær.

„Tólf mánaða hækkun fasteignaverðs fer því úr að vera 5% í desember í 6,9% í janúar. Þá hafa umsvif á fasteignamarkaði jafnframt verið að aukast á síðustu mánuðum eftir frekar daufa sumarmánuði, en veltan í janúar jókst um rúmlega 1% milli ára.

Allt bendir því til þess að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný en þó skal taka fram að fasteignaverð sveiflast töluvert milli mánaða og því gæti vel verið að hér sé um einstaka hækkun að ræða sem alls ekki endurspeglar stefnu markaðarins. Töluverð hækkun er að mælast á sérbýlishúsum en þau hækkuðu um 14% í janúar frá sama tíma í fyrra á meðan fjölbýlishús hækkuðu um 5% milli ára," samkvæmt Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Að mati Greiningardeildar Kaupþings eru það einkum bættar verbólguhorfur og mikil bjartsýni neytenda um þessar mundir sem styðja við fasteignamarkaðinn. Mikil aðsókn í erlend lán til fjármögnunar á íbúðakaupum gæti enn frekar hafa aukið eftirspurn á markaði.

Á móti kemur að fjármagnskostnaður hér á landi er mjög hár nú um stundir og allt útlit fyrir að svo verði áfram næstu misseri enda stýrivextir 14,25%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK