Kastrupflugvöllur sá dýrasti í Evrópu

Á Kastrupflugvelli.
Á Kastrupflugvelli. Reuters

Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn hefur oft verið valinn besti flugvöllur Evrópu en nú er komið í ljós að hann er einnig sá dýrasti fyrir flugfélög. Eru gjöld, sem flugfélög þurfa að greiða þar fyrir þjónustu þau hæstu í Evrópu og rekstur Kastrup hefur skilað hagnaði samfellt í áratug.

Að sögn fréttavefjar Børsen hefur flugvöllurinn á árunum 2003-2005 fengið um 1 milljarði danskra króna meiri tekjur af gjöldum, sem flugfélög þurfa að greiða en aðrir samsvarandi flugvellir í Evrópu og ekkert bendi til þess að gjöldin fari hlutfallslega lækkandi á næstu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK