Agnar Már Jónsson, fyrrverandi forstjóri Opinna kerfa, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Titan Invest, nýstofnaðs fyrirtækis í eigu Símans og F. Bergsonar Holding. Markmið Titan Invest er að leita uppi fjárfestingartækifæri erlendis á sviði upplýsingatækninnar, þar sem veitt er sambærileg þjónusta og Titan ehf. gerir á Íslandi. Agnar Már mun jafnframt taka sæti í stjórn Titan.
Fram kemur í tilkynningu, að Titan ehf. sé upplýsingatæknifyrirtæki, sem einbeiti sér að lausnum fyrir stærri fyriræki. Þá bjóði fyrirtækið einnig þjónustu, m.a. í samstarfi við Símann, þeim erlendu fyrirtækjum á Íslandi sem leiti til Orange Business Solutions.