Nærri 149 milljarða halli á vöruskiptum árið 2006

mbl.is

Allt árið 2006 voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 242,7 millj­arða króna en inn fyr­ir 391,3 millj­arða króna, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Hag­stof­unn­ar. Halli var því á vöru­skipt­un­um við út­lönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 148,6 millj­örðum en á sama tíma árið áður voru þau óhag­stæð um 105,7 millj­arða á sama gengi. Vöru­skipta­jöfnuður­inn var því 42,9 millj­örðum króna lak­ari árið 2006 en árið 2005.

Í des­em­ber­mánuði voru flutt­ar út vör­ur fyr­ir 20,1 millj­arð króna og inn fyr­ir 33,3 millj­arða króna. Vöru­skipt­in í des­em­ber, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhag­stæð um 13,1 millj­arð króna. Í des­em­ber 2005 voru vöru­skipt­in óhag­stæð um 11,2 millj­arða króna á sama gengi.

Allt árið 2006 var heild­ar­verðmæti vöru­út­flutn­ings 25,5 millj­örðum eða 11,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjáv­ar­af­urðir voru 51,3% alls út­flutn­ings og var verðmæti þeirra 1% (1,2 millj­örðum) meira en á sama tíma árið áður.

Stærstu liðir út­fluttra sjáv­ar­af­urða voru fryst fisk­flök, fersk­ur fisk­ur og saltaður og/​eða þurrkaður fisk­ur. Útflutn­ing­ur á fersk­um fiski og fyrst­um flök­um jókst en á móti kom sam­drátt­ur í út­flutn­ingi á frystri rækju. Útflutt­ar iðnaðar­vör­ur voru 38% alls út­flutn­ings og var verðmæti þeirra 24,6% (18,4 millj­örðum) meira en árið áður. Ál vó þyngst í út­flutn­ingi iðnaðar­vöru. Aukn­ingu út­fluttra iðnaðar­vara má einna helst rekja til auk­ins út­flutn­ings á áli. Sala á skip­um og flug­vél­um jókst um­tals­vert á ár­inu.

Heild­ar­verðmæti vöru­inn­flutn­ings árið 2006 var 68,4 millj­örðum eða 21,2% meira á föstu gengi en árið áður. Stærstu liðir inn­flutn­ings 2006 voru hrá- og rekstr­ar­vara með 24,8% hlut­deild, fjár­fest­ing­ar­vara með 24,6% hlut­deild og flutn­inga­tæki með 21,3% hlut­deild. Aukn­ing var í flest­um liðum inn­flutn­ings. Af ein­stök­um liðum varð mest aukn­ing, í krón­um talið, í inn­flutn­ingi á fjár­fest­inga­vöru, 28,4% (21,3 millj­arðar), hrá- og rekstr­ar­vöru 25,4% (19,6 millj­arðar) og flutn­inga­tækj­um 28,3% (18,4 millj­arðar), sér­stak­lega flug­vél­um en á móti kom sam­drátt­ur í inn­flutn­ingi á fólks­bíl­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK