Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að breyta langtímalánshæfiseinkunn Glitnis, Landsbanka og Kaupþings í Aaa, sem er hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Breytt aðferðarfræði Moody´s leiddi til þessarar breytingar á langtímalánshæfiseinkunninni, svokölluð JDA-aðferðafræði.
JDA metur fjóra möguleika í utanaðkomandi stuðningi við bankana, meðal annars er þar stuðningur fyrirtækja eða hópa sem eiga í samstarfi við bankann, stuðningur frá stjórnvöldum og skipulagður stuðningur (e. systematic support).