Orðrómur um að yfirtaka á Debenhams sé fyrirhuguð

Gengi bréfa breska verslunarfyrirtækisins Debenhams vegna orðróms um að annað fyrirtæki, hugsanlega Baugur Group, hygði á yfirtöku. Bréf Debenhams hækkuðu um 16,5 pens eða 10% og endaði gengi þeirra í 180 pensum.

Hlutabréf Debenhams voru skráð á markaði á síðasta ári og hafa ekki verið sérlega eftirsótt.

Blaðið Glasgow Herald hefur eftir ónafngreindum verðbréfamiðlara, að hann telji að Baugur sé á höttunum eftir Debenhams. Hins vegar var bent á, að þrír af yfirmönnum Debenhams hefðu nýlega keypt hlutabréf í félaginu en það gætu þeir ekki ef yfirtökuviðræður stæðu yfir.

Nærri 60 milljónir hluta skiptu um eigendur í gær en venjuleg velta bréfanna er um 8 milljónir á dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK