Hagnaður Íslandspósts 240 milljónir króna

Hagnaður Íslandspósts nam 240 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 237 milljónir króna árið 2005. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 5,7 milljörðum króna og höfðu aukist um 14% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,3 milljarðar króna í árslok 2006 og höfðu aukist um 12% frá fyrra ári. Eigið fé í árslok 2006 var 2,4 milljarðar. Félagið greiddi 90 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu.

Í tilkynningu kemur fram að Íslandspóstur hf. hefur annast einkarétt ríkisins á póstþjónustu ásamt skyldu þess til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að ákveðnum þáttum póstþjónustu á jafnræðisgrundvelli, svokallaða alþjónustu.

„Í samræmi við tilskipun frá Evrópusambandinu hefur einkarétturinn verið markvisst takmarkaður á undanförnum árum og á árinu 2006 var hann takmarkaður enn frekar og nær nú til áritaðra bréfa undir 50 grömmum. Við breytinguna minnkar hlutfall tekna félagsins af þjónustu samkvæmt einkarétti og er meirihluta tekna félagsins nú aflað á samkeppnismarkaði. Fyrirhugað er að einkarétturinn verði að fullu afnuminn í ársbyrjun 2009."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK