Hagnaður Sorpu b.s. á árinu 2006 nam 10 millj.kr. en var 54,7 millj.kr. árið 2005 Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 178,2 millj.kr. á árinu 2006 en var 166,2 millj.kr. á árinu 2005.
Rekstrartekjur samlagsins námu 1.694,7 millj.kr. árið 2006 samanborið við 1.498,8 millj.kr. árið 2005 sem er 13,0% hækkun. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða voru 1.516,4 millj.kr. samanborið við 1.332,7 millj.kr. 2005 og er hækkunin 13,8%, að þvi er segir í tilkynningu.
Heildareignir samlagsins 31. desember 2006 námu 1.793 millj.kr. og heildarskuldir 859,6 millj.kr. Eigið fé 31. desember 2006 var 933,6 millj.kr. og hafði aukist um 13,5 millj.kr. frá því í upphafi árs. Eiginfjárhlutfall var um 52% en var í lok síðasta árs um 58%.
Handbært fé frá rekstri á árinu 2006 var 91,9 millj.kr. en var árið 2005 172,4 millj.kr. Veltufjárhlutfall í árslok 2006 var 1,05 og handbært fé nam millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar ársins 2006 námu 177 millj.kr. og fjármögnunarhreyfingar tæpar 104 millj.kr.