Sjóvá hagnaðist um 12 milljarða

Sjóvá hagnaðist um 11,9 milljörða króna á síðasta ári, hagnaður árið 2005 var 3,76 milljarða árið á undan. Eigið fé nam rúmum 9,3 milljörðum í árslok 2006. Eigin iðgjöld félagsins jukust um 10% á árinu. Í fréttatilkynningu segir að fjárfestingarstarfsemi félagsins hafi gengið vel á árinu og að hafin hafi verið útrás með kaupum á fasteignum erlendis.

Félagið hóf umtalsverða útrás með kaupum á fasteignum erlendis undir forystu móðurfélagsins Milestone sem mun hafa tekist vel. Þungamiðja fjárfestinga Sjóvá er þó fyrst og fremst þátttaka félagsins í öflugum íslenskum alþjóðafyrirtækjum.

Viðsnúningur í tryggingastarfsemi félagsins heldur áfram. Þar munar mestu umtalsverð lækkun rekstrarkostnaðar félagsins en rekstrarkostnaður nam 2,53 milljörðum árið 2006 samanborið við 3,22 milljarða árið á undan. Samsett hlutfall félagsins, sem er rekstrarkostnaður og tjón í hlutfalli við iðgjöld, nam 114,8% en var 121,5% árið áður. Áætlanir fyrir árið 2006 um lækkun rekstrarkostnaðar náðust og er kostnaðarhlutfall félagsins að nálgast erlenda samkeppnisaðila eða um 20%. Tjón urðu hins vegar meiri en ráð var fyrir gert, ekki síst á seinni hluta ársins.

Á árinu hafði Sjóvá forystu um ýmsar nýjungar sem eru hluti af breyttum áherslum og stefnu félagsins. Á árinu 2006 hóf Sjóvá að bjóða tryggingaþjónustu utan Íslands og hafa mörg stærstu útrásarfyrirtæki landsins nýtt sér hana. Þá setti félagið á laggirnar sjálfstætt dótturfélag, Sjóvá Forvarnahúsið, sem hefur vaxið umtalsvert og mun m.a. sinna slysavörnum og margvíslegu forvarnastarfi. Þá er Sjóvá kjölfestuhluthafi í Suðurlandsvegi ehf. sem hefur að markmiði að koma af meiri þunga að uppbyggingu samgöngumannvirkja.

„Sjóvá hefur lagt á það áherslu að bæta afkomu í tryggingastarfsemi á sama tíma og félagið fetar inn á nýjar brautir sem m.a. snúa að uppbyggingu innviða, útrás og forvarnastarfsemi,“ segir Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá.

„Umbreytingarnar hjá Sjóvá eru að skila árangri. Starfsfólki Sjóvá hefur tekist að draga úr kostnaði á sama tíma og ánægja með þjónustu félagsins vex. Bættur rekstur tryggingastarfseminnar leggur grunn að traustri framtíð félagsins,“ segir Karl Wernersson stjórnarformaður Sjóvá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka