Íslendingar bjartsýnir samkvæmt Væntingavísitölu Gallup

mbl.is

Væntingavísitala Gallup fyrir febrúar mælist 149,9 stig og hefur ekki verið eins há og nú frá því mælingar á henni hófust í mars 2001 en eftir því sem vísitalan stendur hærri þeim mun bjartsýnni er hinn íslenski neytandi á efnahags og atvinnumálin nú og í framtíð. Í janúar mældist vísitalan 128,6 stig og nemur hækkunin milli mánaða því 21,4 stigum. Hækkunina má rekja bæði til mats á núverandi ástandi sem hækkaði um 22,7 stig og væntinga til sex mánaða sem hækkaði um 20,4 stig, að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

„Líklegt er að margt haldist í hendur sem veldur þessari miklu bjartsýni. Nú dregur úr verðbólgu, laun hækka hratt, tekjuskattur lækkaði um síðustu áramót, lækkun á matvöruverði er framundan og almennt atvinnuástand er með því besta sem gerist.

Gengi krónunnar hefur verið að hækka það sem af er ári en frá áramótum hefur krónan styrkst um 8,6%. Að lokum má svo telja að eignaverð hefur hækkað töluvert á árinu. Hlutabréf hafa hækkað um rúmlega 17% frá áramótum, húsnæðisverð hækkaði hressilega í janúar og verðbréfasjóðir eru almennt að gera gott um þessar mundir. Íslenskir neytendur hafa því margar ástæður til að gleðjast þó svo að vextir séu háir sem og verðbólgan," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK